Skapandi greinar
Hvert skapandi verkefni hefst með góðri hugmynd. Við greinum viðeigandi tekjustrauma, gerum áætlanir og aðstoðum við fjármögnun. Við leiðbeinum einstaklingum og fyrirtækjum varðandi styrki, útskýrum fjármögnunarumhverfið og leiðum saman rétta samstarfsaðila. Við aðstoðum við samningagerð og strúktúr hvers verkefnis fyrir sig.
Ferlið
Þú útskýrir fyrir okkur hugmyndina og á hvaða stig hún er komin. Út frá því metum við kostnaðinn við að koma hugmyndinni í framkvæmd, gerum áætlanir og metum hvar finna má fjármagn, hvort sem það er í gegnum sjóði, endurgreiðslur, eða fjárfesta. Við aðstoðum við umsóknarskrif, kynningarefni, og gerð kostnaðaráætlana, fjármögnunaráætlana og framvinduáætlana út frá þörfum mismunandi fjármögnunaraðila. Þegar fjármögnun fæst aðstoðum við þig við áfangaskýrslur og eftirfylgni, auk þess að veita ráðgjöf við fjármál og rekstur. Við aðlögum ráðgjöf okkar og þjónustu út frá þínum þörfum.