top of page
'' 1

Framleiðsla

Starfsmenn Projects hafa komið að framleiðslu fjöldamargra sjónvarpsþátta, kvikmynda, heimildarmynda, auglýsinga og viðburða síðastliðna tvo áratugi. Við höfum unnið með fjölda framleiðanda, leikstjóra og handritshöfunda við að þróa, framleiða, selja og dreifa gæðaefni bæði hérlendis sem og erlendis.

Við elskum góðar sögur, og leggjum áherslu á að koma þeim til skila á faglegan, listrænan hátt, án þess að taka sjálf okkur allt of alvarlega. Við veljum, skrifum, þróum og framleiðum verkefni sem hreyfa við okkur á einhvern hátt og setjum saman teymi sem deila sýn okkar og ástríðu fyrir því sem við gerum. Ekkert verkefni er eins, við leggjum áherslu á að finna réttan farveg fyrir hvert það verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur.

Handrit og þróun

Samstarfsaðilar okkar koma til okkar með hugmyndir eða þær fæðast í heimahúsi. Við gefum endurgjöf, skrifum og tökum virkan þátt í allri hugmyndavinnu, eins og við á hverju sinni. Þegar hugmyndin er orðin nokkuð mótuð gerum við sjónrænt fallegar kynningar til að kynna verkefnið fyrir sjónvarpsstöðvum eða öðrum samstarfsaðilum. Við skoðum mögulegar leiðir af fjármögnun á handriti og þróun, bæði hérlendis sem og erlendis.

Fjármögnun

Út frá handritum eða þróaðri hugmynd stillum við upp kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætlun og framvinduáætlun. Við leitum eftir og semjum við samstarfsaðila, með- framleiðenda, og dreifingaraðila og forseljum til sjónvarpsstöðva og í kvikmyndahús, bæði hérlendis sem og erlendis. Við sækjum í sjóði, endurgreiðslur og annað fjármagn, eins og við á í hverju verkefni.

Framleiðsla

Þegar verkefni er full fjármagnað gerum við tökuáætlanir, semjum við cast og crew, finnum tökustaði, leigjum tæki og undirbúum tökur. Samhliða tökunum höldum við utan um kostnað og samskipti við samstarfsaðila.

Eftirvinnsla

Við undirbúum og tökum virkan þátt í eftir vinnslunni og afhendingu til réttra aðila.

Sala og dreifing

Við fylgjum verkefnunum okkar eftir til sölu- og dreifingar, eins og við á hverju sinni og leggjum áherslu á að fá sem mest úr hverju verkefni og það fái þá athygli sem það á skilið.

bottom of page